embla

nordic foodaward

Mat fyrir börn og ungmenni 2017
Vakandi

Two young women established a company that produces food for babies. The emphasis is on producing wholesome food only with local ingredients and pure Icelandic water. The founders of Vakandi are well known in Iceland for fighting

against food waste. Website: www.vakandi.is

Read more >>
Mataráfangastaður Norðurlanda 2017
Siglufjörður

An old fishing town in the north of Iceland, formerly known as the center for the herring industry in the last century. Siglufjörður is now an ambitious environment for 

tourists that go there seeking for adventures, skiing, exploring the heritage and enjoying life in various restaurants in the village. More information on Siglufjörður: www.sild.is and www.visittrollaskagi.is.

Read more >>

Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017
Pure Natura

An innovative company that produces high quality supplements and functional food from Icelandic ingredients: Organs and glands from Icelandic lamb, wild herbs and

vegetables. The products from Pure Natura have a potentially positive effect on health beyond basic nutrition. The products contain no additives and are free of any herbicides, pesticides and drug residues. Website: www.purenatura.is.

Read more >>

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017
Saltverk

Saltverk Flaky sea salt is a crunchy, mineral-fresh Icelandic sea salt produced using only energy from geothermal hot springs in the northwest of Iceland. The salt is

hand harvested and the making method is based on a 17th century old practice. Geothermal energy is the sole energy source used, which means that during the whole process Saltverk leaves zero carbon footprints on the environment. Website: www.saltverk.is

Read more >>


Matarblaðamaður Norðurlanda 2017
Icelandic Lamb

a marketing strategy. The Icelandic lamb was brought to Iceland with the Viking settlers in the 9th century. Today’s robust breed is a direct descendant of these first 

animals and genetically identical. The Icelandic Lamb Marketing board has developed a marketing strategy that combines history, culture and the quality of various sheep products, such as meat, wool and souvenirs. Website: www.icelandiclamb.is

Read more >>

Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017
Eldum rétt

A company founded in 2014 to answer the question „What should we have for dinner?“ Eldum rétt has a relevance to similar companies, such as Blue Apron and

Gousto, delivering straight to your door all ingredients and recipes for meals that families need. The recipes and type of food can be chosen at their website. Eldum rétt is one of the fastest growing companies in Iceland for the last years. Website: www.eldumrett.is

Read more >>

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017
Friðheimar Farm

The farmers at Friðheimar grow tomatoes all year round, despite Iceland’s long, dark winters, under artificial lighting in greenhouses. Along with farming they

welcome visitors to see the greenhouses, and then enjoy a taste of the crop at a restaurant that is located in the greenhouse itself. The farm produces delicious food souvenirs for visitors, made of tomatoes and cucumbers. The family at Friðheimar also breed horses, and put on a horse show for guests – in fourteen different languages. Website: www.fridheimar.is

Read more >>

Embla

Samtök norrænna bændasamtaka (NBC) hafa komist að samkomulagi um að stofna til norrænna matarverðlauna sem hlotið hafa heitið Embla. Samkvæmt norrænni goðafræði bar fyrsta konan nafnið Embla og nú bera fyrstu samnorrænu matarverðlaunin það einnig. Embla verður afhent annað hvert ár en fyrsta afhendingin verður í Danmörku árið 2017 í boði dönsku bændasamtakanna Landbrug & Fødevarer. Verðlaunaafhendingin fer fram á ráðstefnu danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins, „Better Food for More People“ á Copenhagen Cooking. Með þessu móti verða til samlegðaráhrif þar sem Embla styður við innlendan viðburð og nýtur um leið góðs af þeirri athygli sem hann fær þar sem áherslan er á mat. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið í því augnamiði að efla samnorræna matarmenningu og einkenni hennar ásamt því að auka áhuga á norrænum mat utan Norðurlandanna. Þann 1. mars verður opnað fyrir skráningar í norrænu matvælaverðlaunin sem veitt verða í sjö flokkum:

Hér á vefsíðunni getur þú skráð þig sjálfa(n), samstarfsaðila þinn eða fyrirmynd. Við viljum hampa þeim sem ekki ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeim sem leggja kræsingar á borð okkar allra. Þeim sem leggja allt í sölurnar og storka hinu hefðbundna. Þeim sem glæða hið norræna eldhús lífi og auðga matargerðarlistina eins og hún leggur sig. Þeim sem færa okkur norrænt eldhús á silfurfati svo okkur hungrar öll í meira.

Samtökin á bak við Emblu

Samtök norrænna bændasamtaka samanstada af: Maa- ja metsätaloustuottajain Keskusliitto MTK, Finnlandi Svenska Lantbruksproducenternas Centralförbund, Finnlandi Norges Bondelag, Noregi Bændasamtökum Íslands, Íslandi Landbrug & Fødevarer, Danmörku Lantbrukarnas Riksföbund, Svíþjóð Bóndafelag Føroya, Færeyjum (er ekki aðili að NBC en situr í stýrihóp Emblu), Ålands Landsbygdscentrum, Åland

Flokkar

Mat fyrir börn og ungmenni 2017

Verðlaunin verða veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa þróað hugmynd eða hugmyndafræði sem stuðlar með marktækum hætti að því að auka þekkingu og kunnáttu komandi kynslóða hvað norræn matvæli og matarmenningu varðar.


Mataráfangastaður Norðurlanda 2017

Veitt samtökum, stofnun eða samfélagi sem hefur sameinað hráefnisframleiðendur, veitingastaði og aðra viðkomandi í að efla tiltekinn stað með matarmenningu, samstarfi og samvinnu.


Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017

Veitt einstaklingi, fyrirtæki eða stofnun sem hefur þróað nýja aðferð með breiða skírskotun og markaðsmöguleika og sem gjarnan er byggð á gömlum hefðum.


Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017

Verðlaunin verða veitt matvælaiðnaðarmanni sem hefur þróað einstaka gæðaafurð sem byggist á norrænum hráefnum og aðferðum.Matarblaðamaður Norðurlanda 2017

Veitt einstaklingi, miðli eða útgáfu sem ber út hróður norrænnar matarmenningar.


Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017

Veitt einstaklingi eða stofnun sem hefur unnið mikið starf til að auka gæði og efla norræna matarmenningu í opinberum máltíðum.


Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017

Verðlaunin verða veitt bónda, sjómanni, veiðimanni, safnara o.s.frv. sem stendur fyrir hráefni af miklum bragðgæðum og nýtir menningarlegar og náttúrulegar rætur sínar á Norðurlöndum og sem sjálfur framleiðir, veiðir eða safnar hráefninu.

Spurt og svarað um Emblu – norrænu matvælaverðlaunin

  • Opnað verður fyrir skráningar í Emblu 2017 þann 14. mars 2017 klukkan 12.00.
  • Lokað verður fyrir skráningar þann 17. apríl klukkan 12.00.

• Þú getur skráð þig sjálfa(n) eða stofnunina eða fyrirtækið sem þú vinnur fyrir. Þú getur einnig skráð aðra einstaklinga, stofnanir eða fyrirtæki.

• Þegar þú skráir einhvern í Emblu mælum við með því að þú tilkynnir viðkomandi um skráninguna sem fyrst.

• Það er ókeypis að skrá sig í Emblu og þátttaka í keppninni þann 24. ágúst er einnig ókeypis. Ætlast er til þess að þeir sem tilnefndir eru taki þátt í dagskránni og keppninni í Danmörku þann 24. ágúst. Hvert land um sig sér um ferðakostnað og uppihald í Danmörku þann 24. ágúst.

• Nei. Til þess að geta hlotið tilnefningu verða þátttakendur að hafa rætur á Norðurlöndunum.

• Almenn skilyrði er að finna á heimasíðunni undir „skráningar“.

• Skilyrði fyrir flokkana sjö er að finna á viðkomandi skráningareyðublaði.

• Innlend dómnefnd ?

• Samnorræna dómnefndin er skipuð þremur meðlimum frá hverju landi.

• Meðlimir dómnefndarinnar geta ekki kosið þátttakendur frá sínu eigin landi.

• Öllum sem hafa verið skráðir verður tilkynnt um hvort þeir hafi hlotið útnefningu í síðasta lagi 1. maí 2017. Enginn rökstuðningur verður gefinn út í því sambandi.
• Sigurvegarar verða kynntir í tengslum við viðburðinn „Better Food for More People“ í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn þann 24. ágúst.

• Já. Þess er vænst að tilnefndir taki þátt í verðlaunahátíðinni þann 24. ágúst á viðburðinum „Better Food for More People“.

• Þeir sem eru tilnefndir eru velkomnir til Kaupmannahafnar en bera sjálfir kostnað af ferðum og uppihaldi. Þeim er velkomið að bjóða gestum með sér í ráðhúsið í Kaupmannahöfn 24. ágúst. Því miður er aðeins pláss fyrir einn fulltrúa frá hverjum sem tilnefndur er í hátíðarkvöldverð sem haldinn verður eftir verðlaunaafhendinguna.

Skilyrði fyrir tilnefningum til Emblu – norrænu matarverðlaunanna

• Opnað verður fyrir skráningar í Emblu 2017 þann 14. mars 2017 klukkan 12.00 á www.emblafoodaward.com Opnað verður samtímis í öllum Norðurlöndunum fimm.

• Þú getur skráð þig sjálfa(n) eða stofnunina eða fyrirtækið sem þú vinnur fyrir. Þú getur einnig skráð aðra einstaklinga, stofnanir eða fyrirtæki. Á miðnætti þann 17. apríl verður lokað fyrir skráningar.

• Þegar þú skráir einhvern í Emblu mælum við með því að þú tilkynnir viðkomandi um skráninguna sem fyrst.

• Gættu þess að fylgja leiðbeiningunum á eyðublöðunum og reyndu að fylgja uppgefnum lengdartakmörkunum.

• Hafðu lýsinguna nákvæma til þess að dómarar hafi eins góðar forsendur og hægt er til að leggja mat á skráninguna.

• Allar skráningar verða sendar til innlendrar dómnefndar og hljóti þær tilnefningu verða þær einnig sendar til sameiginlegrar, norrænnar dómnefndar .

• Öllum sem hafa verið skráðir verður tilkynnt um hvort þeir hafi hlotið útnefningu fyrir 9. maí 2017. Enginn rökstuðningur verður gefinn út í því sambandi.

• Skráningar í Emblu kosta ekki neitt og sömuleiðis er þátttaka í veislunni í Danmörku í tengslum við keppnina ókeypis.

• Hvert land um sig sér um ferðakostnað og uppihald í Danmörku þann 24. ágúst.

• Innlendu dómnefndirnar tilnefna einn þátttakanda í hverjum flokki, alls sjö tilnefningar frá hverju landi. Meðlimir dómnefndarinnar geta ekki kosið þátttakendur frá sínu eigin landi.

• Til þess að geta hlotið tilnefningu verða þátttakendur að hafa rætur á Norðurlöndunum.

• Færeyjar, Grænland og Álandseyjar geta skráð þátttakendur í þeim flokkum sem óskað er. Tilnefningar frá þessum löndum fara beint til sameiginlegu, norrænu dómnefndarinnar og keppa við tilnefningar frá hinum Norðurlöndunum.

• Samnorræna dómnefndin er skipuð þremur meðlimum frá hverju landi og mun hittast í Kaupmannahöfn þann 23. ágúst 2007 og velja sigurvegara í hverjum flokki.

• Takið 24 ágúst 2017 frá því þá fer keppnin fram í Danmörku. • Haldinn verður kvöldverður fyrir dómnefnd, tilnefnda og fulltrúa Norðurlandanna að kvöldi 23. ágúst. 

• Þann 9. maí 2007, þegar tilnefningar eru ljósar, verður send út fréttatilkynning.

• Sigurvegarar verða kynntir í tengslum við viðburðinn „Better Food for More People“ í Kaupmannahöfn þann 24. ágúst Þess er vænst að tilnefndir taki þátt í verðlaunahátíðinni þann 24. ágúst á viðburðinum „Better Food for More People“.

Dómnefnd á Íslandi

Fulltrúi bænda

Guðrún Tryggvadóttir

Bóndi

Matarráðgjafi

Brynja Laxdal

Framkvæmdastjóri

Matreiðslumaður

Bjarni Gunnar Kristinsson

Matreiðslumeistari